Gabriel Ferry
Gabriel Ferry hét réttu nafni Eugène Louis Gabriel Ferry de Bellemare. Hann fæddist í Grenoble í Frakklandi árið 1809 og lést árið 1852 er skip, sem hann var farþegi á, sökk á leið til Kaliforníu. Hann skrifaði ævintýrasögur - einhverjar þeirra eflaust að hluta til byggðar á eigin reynslu, því hann dvaldi í Mexíkó um tíu ára skeið. Sonur hans, Ferry yngri (f. 1846), tók svo við af föður sínum og skrifaði ævintýrasögur undir sama höfundarnafni.